Stafræn umbreyting

Stafræn umbreyting snýst um meira en bara tækni og ferla. Hún snýst ekki síður um menningu fyrirtækis og þá nálgun að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti.

Það er hreinlega ekki hægt að gera ekki neitt. Þú verður að vera tilbúin/n að taka áhættur, vera ávallt með augun opin fyrir nýjungum og breyttu hegðunarmynstri fólks og hafa svo viljann til að setja fram stafræna framtíðarsýn svo hægt sé að hámarka ávinning af frekari vaxtartækifærum til langs tíma. Svo hægt sé að umbreyta verklagi og ferlum í stafrænar lausnir þarf að taka ákvörðun á efsta stjórnunarþrepi hvers fyrirtækis eða stofnunar.

Stafræn umbreyting kemur í öllum stærðum og gerðum. Forstjórar og framkvæmdarstjórnir þurfa að aðlaga þá nálgun sem hentar þeirra framtíðarsýn og sníða stakk eftir þeim vexti sem sóst er eftir. Stafræn umbreyting er farsælust þar sem stuðningur við vegferðina kemur frá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Þeir þurfa að sýna helgun og leiða með góðu fordæmi þá vegferð sem fyrirtækið ætlar í.

En spurningin er þá, hvað þarf að gera og hvernig er það tekið áfram?

Í síbreytilegum heimi felast margar áskoranir sem fyrirtæki og stofnanir verða að takast á við ætli þau að halda samkeppnishæfi. Ótal margir snertifletir reksturs hafa breyst til muna og kröfur og væntingar aðrar en það sem áður var. Hvernig eiga stjórnendur að forgangsraða tíma og fjármagni svo því sé sem best varið í árangursríka stafræna vegferð?

Í nýlegum könnunum Deloitte, (How the CEO’s leadership in digital transformation can tip the scales toward success og How to lead digital transformation from the top), koma fram fimm þrep umbreytingar en þau eru flokkuð út frá upplýsingum sem fengust frá æðstu stjórnendum víða um heim. Upplýsingarnar byggja á raunverulegum aðstæðum og reynslu í stafrænni vegferð. Geta stjórnendur notað þessi fimm þrep til að hjálpa sér við að ramma inn markmið félagsins og nauðssynlega þátttöku æðsu stjórnenda í verkefnunum framundan. Því hærra þrep, því meiri líkur eru á að stjórnendur þurfi að gera víðtækar breytingar á allri starfsemi félagsins:

Stafræn umbreyting í fimm þrepum

Stafræn umbreyting kemur í öllum stærðum og gerðum.  Forstjórar og framkvæmdastjórnir þurfa að aðlaga þá nálgun sem hentar þeirra framtíðarsýn.

Gagnavinnsla / Ferlar breytast

  • Óbreytt viðskiptamódel
  • Óbreytt geta og hæfni
  • Óbreyttir markaðir
  • Einhverjar stafrænar aðgerðir fyrir innri ferla og gögn
  • Stigvaxandi kostnaðarhagræðing

Umhverfi fyrir gögn og vinnslu breytast

  • Ný stafræn umhverfi (e. new digital platforms)
  • Óbreytt viðskiptamódel
  • Óbreytt geta og hæfni
  • Óbreyttir markaðir
  • Gjörbreyttir stafrænir ferlar og / eða umhverfi fyrir gögn og vinnslu
  • Tekjuaukning ásamt kostnaðarhagræðingu / afkastageta eykst

Breytingar á markaði

  • Óbreytt viðskiptamódel
  • Óbreytt geta og hæfni
  • Nýir markaðir eða markaðsleiðir
  • Svipað rekstrarmódel (greiðir leiðina fyrir breytingar)

Breytingar á vörum/þjónustu

  • Óbreytt viðskiptamódel
  • Ný geta og hæfni sem leiðir af sér nýjar vörur eða nýtt þjónustuframboð
  • Óbreyttir markaðir

Breytingar á viðskiptamódeli

  • Nýtt viðskiptamódel
  • Ný, framsækin geta og hæfni sem leiðir af sér vörur eða þjónustur sem umbreyta neysluvenjum og háttum á markaðnum
  • Líklegt til að þróa og hafa áhrif á hringrásarhagkerfið í heild
  • Líklegt að það þurfi að skilgreina nýja mælikvarða

Þrepin fimm tengjast og byggjast upp smám saman. Því meira sem rekstur stækkar og verður umfangsmeiri, því líklegra verður að umbreytingin nái til nýs rekstrarmódels og breyttrar skipulagsheildar.

Stjórnendur geta notað þrepin sem leiðbeinandi vegvísir til að meta hversu tilbúnir þeir eru til breytinga m.t.t. stjórnarhátta, menningar, skipulagsheildar og þeirrar hæfni sem nú þegar er til staðar hjá félaginu.

How the CEO’s leadership in digital transformation can tip the scales toward success

Read more on setting the transformation ambition for your organization

Read more

How to lead digital transformation from the top

Read more on our 3 truths and insights from our CEO interviews.

Read more