Um okkur

Um Deloitte Legal

Framsækin lögmannsstofa, byggð á traustum grunni mikillar reynslu

Deloitte Legal er ný og framsækin lögmannsstofa, byggð á traustum grunni mikillar reynslu og með bakland á við stærstu lögmannsstofur heims; hjá um 2.000 lögmönnum og lögfræðingum Deloitte Legal á alþjóðavísu í yfir 80 löndum.

Deloitte Legal er ný og framsækin lögmannsstofa, byggð á traustum grunni mikillar reynslu og með bakland sem jafnast á við stærstu lögmannsstofur heims; hjá um 2.000 lögfræðingum Deloitte Legal á alþjóðavísu í yfir 80 löndum. Deloitte Legal er öflugur hópur lögmanna, lögfræðinga og annarra sérfræðinga sem hefur áralanga reynslu af lögfræðiverkefnum fyrir stóra sem smáa, og íslenska sem alþjóðlega viðskiptavini, og er leiðandi á markaði þegar kemur að skattaráðgjöf.

Megintilgangur Deloitte Legal er að sinna þeirri lögrænu vegferð sem óhjákvæmilega er samofin stefnu og aðgerðum fyrirtækja, enda snertifletir við lög og reglur víða. Við vinnum þannig með okkar viðskiptavinum við að leysa áskoranir, fyrirbyggja óvissu, lágmarka áhættu, leita nýrra tækifæra og þróa lausnir á mannamáli sem skapa sem mest virði í takt við markmið þeirra.

Deloitte Legal leitast við að þekkja mismunandi atvinnugreinar og vinna með kjarnaþætti og stefnu viðskiptavina. Lögð er áhersla á að nálgast verkefni heildstætt, ekki bara sem stök úrlausnarefni. Notast er við alþjóðlegt bakland og starfshætti sem og tækni í bland við staðbunda sérþekkingu. Sú samvirkni á sér fáar hliðstæður á íslenskum markaði og þar liggur virðisauki Deloitte Legal.

Auk alþjóðlegs lögfræðinets Deloitte Legal er aðgengi að yfir 457.000 sérfræðingum Deloitte á alþjóðavísu á sviði endurskoðunar, áhættu-, fjármála- og upplýsingatækniráðgjafar í yfir 150 löndum. Deloitte Legal er því í kjörstöðu til að styðja við fyrirtæki hvar sem er í heiminum við úrlausn sífellt flóknari lögfræði- og skattalegra áskorana.

Skattaráðgjöf

Deloitte Legal býður upp á alhliða- og aðgengilega skattaráðgjöf fyrir einstaklinga og lögaðila, jafnt innlenda sem erlenda. Þar undir fellur t.a.m. ráðgjöf á sviði tekjuskatts, virðisaukaskatts og fjármagnstekjuskatts hérlendis og erlendis, endurskipulagningu á félagasamstæðum, kortlagningu og ráðgjöf á sviði fjárfestinga og viðskipta og aðstoð við ýmsar skattalegar ívilnanir, gerð skattalegra áreiðanleikakannanna og samskipti við skattyfirvöld.
 

Félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf

Lögfræðingar og lögmenn Deloitte Legal veita fyrirtækjum heildstæða ráðgjöf á öllum þeim kjarnasviðum sem snúa að stjórnun, rekstri og þróun. Sú þjónusta snýr m.a. að ráðgjöf tengt stjórnarháttum, stefnum og starfsreglum, fjárfestingum af ýmsum toga, kaupum og sölu eigna, skjalagerð, starfsmannamálum og kaupréttum, leyfismálum og ýmissi aðstoð við innanhússlögfræðinga. Þá önnumst við samskipti við yfirvöld og meðferð ágreiningsmála.
 

Fjármögnun og fjárhagsleg endurskipulagning

Deloitte Legal aðstoðar stjórnendur fyrirtækja þegar kemur að fjármögnun og skipulagi þeirra, hvort sem verið er að sækja fjármagn til frekari vaxtar eða endurskipuleggja reksturinn. Þjónustan er t.d. fólgin í aðstoð við gerð fjármögnunarsamninga, útgáfu hlutafjár og skráningu á markað. Eins getum við stutt við fyrirtæki í greiðslustöðvun og nauðasamningsumleitunum, sem og í samskiptum við hagsmunaaðila og opinbera eftirlitsaðila.

Samningaréttur, samrunar og yfirtökur

Deloitte Legal hefur á að bjóða öfluga lögfræðinga og lögmenn sem hafa viðamikla reynslu af því að aðstoða fyrirtæki í samningagerð af ýmsum toga. Ráðgjöf á þessu sviði snertir alla anga samningagerðar, sem og samruna- og yfirtökuferla í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja eða endurskipulagningu innan samstæðna. Má þar nefna ráðgjöf og aðstoð sem snýr að samningaviðræðum, gerð tilboða, skilmála og kaupsamninga, samkeppnismálum, framkvæmd lagalegra áreiðanleikakannana og úrlausn ágreiningsmála.

Samkeppnisréttur og ríkisstyrkir

Deloitte Legal veitir alhliða ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar. Hjá Deloitte Legal starfa lögmenn sem hafa mikla reynslu af hagsmunagæslu við meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum og dómstólum. Þar reynir helst á mál er varða fyrirhugað samstarf fyrirtækja, samruna og yfirtökur og mögulegt ólögmætt samráð eða meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja. Þá getur reynt á það hvort athafnir opinberra aðila feli í sér ólögmætan ríkisstuðning. Auk hagsmunagæslu á þessum sviðum sinna lögmenn Deloitte Legal hvers konar ráðgjöf um samkeppnisréttarleg álitaefni og gerð og umsjón með innleiðingu samkeppnisréttaráætlana. 

Did you find this useful?