Þjónusta

Samkeppnisréttur og ríkisstyrkir

Deloitte Legal býður upp á alhliða og aðgengilega lögfræðiráðgjöf fyrir fyrirtæki af öllum stærðum, opinbera aðila og einstaklinga og hefur yfir að ráða einu stærsta neti lögmanna og lögfræðinga í heimi eða um 2.000 talsins í yfir 80 löndum.

Hjá Deloitte Legal á Íslandi starfa fjölmargir lögfræðingar og lögmenn með víðtæka reynslu á margvíslegum sviðum lögfræðinnar. Sérfræðingar okkar veita faglega og óháða ráðgjöf á þeim kjarnasviðum sem nýtist viðskiptavinum okkar hvort heldur í daglegum úrlausnarefnum eða stærri ákvarðanatökum.

Deloitte Legal veitir alhliða ráðgjöf ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar. Hjá Deloitte Legal starfa lögmenn sem hafa mikla reynslu af hagsmunagæslu við meðferð samkeppnismála hjá samkeppnisyfirvöldum og dómstólum. Meðal þess sem helst reynir á eru ráðgjöf um hvort fyrirhugað samstarf fyrirtækja samræmist samkeppnislögum, samskipti tengd samrunum og yfirtökum, auk hagsmunagæslu vegna mála sem varða mögulegt ólögmætt samráð eða meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja. Jafnframt getur reynt á það hvort fjárframlög úr ríkissjóði feli í sér ólögmætan ríkisstuðning sem bera þurfi undir Eftirlitsstofnun EFTA.


Auk hagsmunagæslu fyrir lögbærum úrskurðarðilum sinna lögmenn Deloitte Legal hvers konar ráðgjöf um samkeppnisréttarleg álitaefni og gerð og umsjón með innleiðingu samkeppnisréttaráætlana.

Þjónusta Deloitte Legal á sviði samkeppnisréttar og ríkisstyrkja

Meðal þeirrar þjónustu sem Deloitte Legal veitir á sviði samkeppnisréttar og ríkisstyrkja er:

  • Alhliða ráðgjöf um samkeppnisréttarleg álitaefni
  • Ráðgjöf við sjálfsmat fyrirtækja um það hvort fyrirhugað samstarf fyrirtækja samræmist samkeppnislögum
  • Fyrirsvar gagnvart Samkeppniseftirlitinu vegna samrunamála, mögulegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu eða samkeppnishamlandi samstarfs fyrirtækja
  • Málarekstur fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum
  • Málarekstur fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn ESB
  • Gerð og framkvæmd við innleiðingu á samkeppnisréttaráætlun í starfsemi fyrirtækja, samtaka þeirra eða stofnana
  • Fyrirlestrar, námskeið og fræðsla um samkeppnismál

Nánari upplýsingar veita: