Þjónusta
Sjálfbærniráðgjöf
Sjálfbærni og loftslagsmál
Deloitte er leiðandi ráðgjafi fyrir fyrirtæki og opinbera aðila um sjálfbæra framtíð, hvernig bregðast eigi við loftslagsáhættu og draga úr kolefnislosun og kolefnisjafna sig á fjárhagslegan, gagnsæjan og sjálfbæran hátt.
Deloitte býður upp á allsherjar þjónustu á sviði sjálfbærni og loftslagsmála útfrá viðmiðum um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS-viðmið):
Þjónusta Deloitte felur meðal annars í sér:
- setning sjálfbærnistefnu útfrá lykilmælikvörðum og markmiðum útfrá mikilvægisgreiningu
- mæling á kolefnisspori útfrá umfangi 1, 2 og 3 (bein og óbein losun)
- setning markmiða og aðgerðaáætlun um kolefnishlutleysi útfrá Science Based Targets Initiative
- framkvæmd á UFS áhættumati og greining á loftslagsáhættu útfrá TCFD-viðmiðum
- innleiðing á hringrásarhagkerfi
- úttekt á stjórnarháttum
- stuðningur við ábyrga kolefnisjöfnun og undirbúningur fyrir vottun á skráðum kolefniseiningum
- greining á virðiskeðju útfrá áhættu tengd mannréttindum, barnaþrælkun og spillingu
- setja upp grænan/sjálfbæran fjármálaramma og birta áhrifa- og framvinduskýrslu
- aðstoð við gerð sjálfbærniskýrsla útfrá UFS-viðmiðum, GRI, TCFD og SASB-stöðlum
- staðfesting á UFS-uppgjöri
- aðstoð við innleiðingu á Flokkunarreglugerð ESB og annarra sjálfbærnireglugerða
- og fleira...
Nýjar evrópskar sjálfbærnireglugerðir tóku gildi 1. júní 2023 hér á landi og munu hafa þýðingarmikil áhrif á íslenskt efnahagslíf.