Þjónusta

Nýjar sjálfbærnireglugerðir og tilskipanir

Eu Taxonomy, CSRD og SFDR

Evrópsku reglugerðirnar EU Taxonomy og SFDR tóku gildi 1. júní 2023 hér á landi og munu hafa þýðingarmikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Samkvæmt stjórnvöldum er líklegt að CSRD tilskipunin verði innleidd í íslensk lög í lok árs 2024.

Til þess að ná markmiðum Græna sáttmálans (e. Green Deal) um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% fyrir árið 2030 og ná fram kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 hefur Evrópusambandið (ESB) sett fram skýra stefnu með aðgerðaáætlun sem er í átta flokkum en þeim fylgja ýmsar reglugerðir á sviði sjálfbærni og loftslagsmála.

Hér til hliðar er að finna góða samantekt um þessar reglugerðir og tilskipanir, hvað þær þýða og fyrir hverja.

 

Flokkunarreglugerð ESB – EU Taxonomy
~ 300 fyrirtæki á Íslandi

 • Fyrirtæki sem uppfylla tvö eða fleiri viðmið:
  • Heildareignir: 3 ma.kr.
  • Hrein velta: 6 ma.kr.
  • Meðal ársverk: 250
 • Félög tengd almannahagsmunum
   

Sjálfbærniupplýsingagjöf á sviði fjármálaþjónustu – SFDR
~ Fjármálafyrirtæki á Íslandi

 • Fjármálafyrirtæki, fjármálaráðgjafar, verðbréfafyrirtæki og vátryggingamiðlarar
 • Á við um fyrirtækin sjálf og afurðir þeirra
 • Birta skal upplýsingar í skilmálum, í samningum, reglulegum skýrslum og á heimasíðum
   

Sjálfbærniupplýsingagjöf stórra og/eða skráðra fyrirtækja – CSRD
~ 300 fyrirtæki á Íslandi

 • Fyrirtæki sem uppfylla tvö eða fleiri viðmið:
  • Heildareignir: 3 ma.kr.
  • Hrein velta: 6 ma.kr.
  • Meðal ársverk: 250
 • Félög tengd almannahagsmunum

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnar Sveinn Magnússon

Gunnar Sveinn Magnússon

Meðeigandi, sjálfbærnistjóri

Gunnar er meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni og loftslagsmála hjá Deloitte á Íslandi, auk þess að vera hluti af norrænu stjórnendateymi félagsins. Hann býr að fjölbreyttri alþjóðlegri reynslu og hefur... Meira