Þjónusta

Persónuvernd - GDPR

Fjölbreytt þjónusta á sviði persónuverndar

Fjölbreytt þjónusta

Sérfræðingar Deloitte í löggjöf um verndun persónuupplýsinga eru tilbúnir til að aðstoða þitt fyrirtæki og geta boðið upp á margvíslega þjónustu á sviði löggjafarinnar en þar má nefna:        

 • Greiningu á núverandi stöðu og ráðleggingar um þau skref sem þarf að stíga til að uppfylla nýja löggjöf.
 • Greiningu og skráningu á persónuupplýsingum sem unnið er með.
 • Aðstoð við að útbúa skrá um vinnsluaðgerðir.
 • Ritun verklagsreglna um söfnun, skráningu, vistun og vinnslu persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu.
 • Aðstoð við samningagerð milli ábyrgðar- og vinnsluaðila.
 • Aðstoð við að framkvæma mat á áhrifum á persónuvernd og uppsetning ferla og vinnuskjala því tengdu.
 • Greining á öryggi við vinnslu og aðstoð við úrbætur.
 • Skilgreina og fræða um hlutverk persónuverndarfulltrúa og ritun starfslýsingar og hæfniskrafna.
 • Verkefnastýringu á þessari vegferð.
 • Setja upp eftirlitsaðgerðir með að unnið sé í samræmi við kröfur.
 • Sjá um vinnustofur, námskeið og aðra fræðslu til starfsfólks.

Persónuverndarfulltrúi (e. DPO)

Sérfræðingar Deloitte veita einnig sértæka aðstoð í tengslum við hlutverk persónuverndarfulltrúa. Deloitte býður þannig allt í senn upp á þjónustu sem mætir kröfum þeirra fyrirtækja sem kjósa að útvista hlutverki persónuverndarfulltrúans, sem og að veita skipuðum persónuverndarfulltrúum ráðgjöf og aðstoð við að sinna þeim fjölmörgu skyldum sem kveðið er á um í lögunum.

Auk þeirra sérfræðinga sem starfa innan Áhætturáðgjafar Deloitte vinnur Deloitte á Íslandi í náinni samvinnu við Deloitte í Danmörku, Noregi, Hollandi og Belgíu þar sem fyrir hendi er reynsla af mjög stórum og flóknum verkefnum á þessu sviði.

Greinar og fróðleiksmolar

Sérfræðingar Deloitte skrifa reglulega greinar og birta fróðleiksmola er snúa að nýju persónuverndarlöggjöfinni og vinnslu persónuupplýsinga.

Fylgstu með umfjölluninni hér.

Nánari upplýsingar veita:

Birna María Sigurðardóttir

Birna María Sigurðardóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Áhætturáðgjafar

Birna María hóf störf hjá Deloitte árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Hún er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og er sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte. Þá er hún jafn... Meira

Ásdís Auðunsdóttir

Ásdís Auðunsdóttir

Lögfræðingur, Áhætturáðgjöf

Ásdís er með meistarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem hún stundaði skiptinám við Aarhus University í eitt ár. Ásdís hefur fagvottun sem CIPP/e (e. Certified Information Privacy ... Meira

Eygló Sif Sigfúsdóttir

Eygló Sif Sigfúsdóttir

Verkefnastjóri og lögfræðingur í Áhætturáðgjöf

Eygló Sif er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem hún hefur lokið áfanga í nýsköpunar- og frumkvöðlafræði við meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Eygló Si... Meira