Þjónusta

Jafnlaunavottun

Alþingi samþykkti í júní 2017 lög um að íslensk fyrirtæki eða stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skuli öðlast jafnlaunavottun. Til að að hljóta jafnlaunavottun þarf jafnlaunakerfi að hafa verið innleitt og framkvæmd þess að uppfylla kröfur staðals ÍST 85 um jafnlaunavottun.

 
 

Fyrirtæki eða stofnanir með 250 eða fleiri starfsmenn eiga nú að hafa innleitt jafnlaunakerfi og öðlast jafnlaunavottun að undangenginni úttekt vottunaraðila en frestur til þess var 31. desember 2019. Gildir þetta sömuleiðis um opinberar stofnanir, sjóði og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu ríkisins með 25 eða fleiri starfsmenn. Fámennari fyrirtæki eða stofnanir fá rýmri frest til innleiðingar, eða allt til ársloka 2022. 

Fyrir sum fyrirtæki og stofnanir kallar hin nýja löggjöf á breytt vinnubrögð við launaákvarðanir þar sem ríkar kröfur verða gerðar um skýrt og rekjanlegt ferli innan launadeilda fyrirtækja og stofnana. Launaákvarðanir þurfa að vera rökstuddar og rekjanlegar, verkferlar og starfslýsingar þurfa að vera til staðar, flokka þarf saman störf sem eru jafnverðmæt og framkvæma þarf launagreiningu, þar sem laun eru greind með aðstoð tölfræði. Málefnaleg sjónarmið þurfa að liggja til grundvallar ákvörðunar launa og er jafnlaunavottunin gott stjórntæki sem leiðir til faglegs launakerfis og agaðri vinnubragða við launasetningu.

Þjónusta Deloitte

Deloitte hefur reynslu og þekkingu á jafnlaunastaðlinum og getur aðstoðað fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu jafnlaunavottunar. Aðkoma Deloitte getur meðal annars falið í sér aðstoð við eftirfarandi:

  • Gerð jafnlaunastefnu
  • Gerð jafnréttisáætlunar
  • Yfirfara starfslýsingar
  • Yfirfara og bæta ferli við launaákvarðanir
  • Yfirfara verkferla í launadeild almennt
  • Aðstoða við starfaflokkun
  • Framkvæma launagreiningu

Við öll ofangreind skref er mikilvægt að stjórnendur taki eins mikinn þátt og þeir treysta sér til. Deloitte leggur áherslu á að aðstoða fyrirtæki við að fara einfalda og skilvirka leið að undirbúningi jafnlaunavottunar og styðja þau til sjálfstæðra vinnubragða við undirbúninginn.

Það er mikilvægt að þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa frest til ársloka 2022 hefji undirbúning sem fyrst, sér í lagi þar sem ferlið allt, það er undirbúningur og innleiðing, getur tekið allt upp í þrjú ár, mismunandi eftir því hvar fyrirtæki og stofnanir standa þegar ferlið hefst.

Nánari upplýsingar veita:

Birna María Sigurðardóttir

Birna María Sigurðardóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Áhætturáðgjafar, framkvæmdastjóri rekstrar og fjármála

Birna María hóf störf hjá Deloitte árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Hún er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og er sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte. Þá er hún jafn... Meira

Sara Fönn Jóhannesdóttir

Sara Fönn Jóhannesdóttir

Meðeigandi

Sara Fönn gekk til liðs við Deloitte árið 2016 og er liðsstjóri í Áhætturáðgjöf. Sara Fönn hefur stýrt og tekið þátt í fjölmörgum ráðgjafaverkefnum fyrir viðskiptavini Deloitte. Hún stýrir úttektum á ... Meira