Þjónusta

Sjálfbærni

Skuldbinding Deloitte um kolefnishlutlaust hagkerfi

Deloitte er leiðandi ráðgjafi bæði til stjórnenda og opinbera aðila um sjálfbæra framtíð, hvernig bregðast eigi við loftslagsáhættu og draga úr kolefnislosun á fjárhagslega sjálfbæran hátt.

Skuldbinding Deloitte um kolefnishlutlaust hagkerfi
Sem leiðandi ráðgjafarfyrirtæki er það okkar ábyrgð að aðstoða fyrirtæki, stofnanir, stjórnvöld og almenning við að breyta og þróast yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi og sjálfbærari framtið.

Alþjóðleg tenging Deloitte hvetur okkur til að grípa til aðgerða og flýta fyrir grænni umbreytingu í þágu viðskiptavina, starfsfólks okkar, samfélagsins, og fyrir rekstur Deloitte.

Hvernig við getum hjálpað þér
Við lítum á loftslagsáhættu og umbreytinguna yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi sem tækifæri til umbreytinga á því hvernig við framleiðum, hvers við neytum og til nýrra tækifæra.

Okkar metnaður er að hjálpa viðskiptavinum okkar að draga úr umhverfisspori á fjárhagslega sjálfbæran hátt og samþætta græna umbreytingu við kjarnastarfsemi fyrirtækisins og stefnu þess.

Við viljum aðstoða þig við að kortleggja framtíðarsýnina um sjálfbæra framtíð og enn fremur að innleiða hana; sama hvar þú ert á vegferðinni í dag

  • Græn umbreyting – Við hjálpum þér að setja fram framtíðarsýn og kortleggja tækifæri grænnar umbreytingar. Það má gera m.a. með skýrri sjálfbærnistefnu og markmiðum, kortlagningu loftslagsáhættu eða einfaldlega fræða og upplýsa og undirbúa stjórnendur um mikilvægi sjálfbærni fyrir framtíð fyrirtækisins.
  • Ófjárhagslegar upplýsingar – Ársreikningaskrá hefur aukið áherslur á mat á ófjárhagslegum upplýsingum í ársreikningi, meðal annars á sjálfbærni.
    •  Skýrsla um ófjárhagslegar upplýsingar með skýrslu stjórnar í ársreikningi
    • UFS skýrsla; Umhverfi, Félagslegir þættir og Stjórnarhættir
    • GRI skýrsla (Global Reporting Initiative); miðlar upplýsingum um efnahags-, umhverfis- og samfélagsmál í samræmi við alþjóðlegan GRI staðal
  • Sjálfbærniþáttur áreiðanleikakannana – Aukin krafa fjárfesta er nú gerð til skoðunar á sjálfbærni sem hluta áreiðanleikakannana við kaup á fyrirtækjum; Við aðstoðum fjárfesta og fyrirtæki við að taka út sjálfbærniþætti við yfirtökur og sameiningar félaga eða við mat á viðskiptavinum og birgjum.

Nánari upplýsingar veita:

Björgvin Ingi Ólafsson

Björgvin Ingi Ólafsson

Meðeigandi

Björgvin Ingi er meðeigandi hjá Deloitte. Hann hefur víðtæka þekkingu og reynslu í stefnumótun, ráðgjöf og rekstri. Björgvin er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management og B.Sc. gráðu í hagfræði... Meira