Þjónusta

Áhættustýring

Skilar áhættustjórnun mælanlegum ávinningi fyrir fyrirtækið þitt? Öflug áhættustýring greinir og metur áhættuþætti sem geta valdið því að fyrirtækið þitt nái ekki sínum markmiðum og skilgreinir hvernig brugðist er við áhættunni.

 

Á undanförnum árum hafa stjórnir og framkvæmdastjórnir beint í auknum mæli sjónum sínum að áhættustýringu í rekstri fyrirtækja og stofnana sinna. Þá hafa stjórnir farið að krefja stjórnendur um enn öflugri áhættustýringu og er algengt að farið sé fram á C-stig í áhættustjórnun. Þróunin er í þá átt að áhættustýring er notuð á fleiri sviðum rekstrar og sem stjórntæki til að samræma aðgerðir innan fyrirtækja og stofnana.

Aðstoð Deloitte

Sérfræðingar í áhættustýringu hjálpa viðskiptavinum að skilja og stjórna áhættum í sínum rekstri. Dæmigert verkefni felst í því að greina viðskiptaferla, greina áhættur sem í honum felast og meta hvort innri eftirlitsaðgerðir dragi nægilega úr og stýri áhættunni. Deloitte aðstoðar meðal annars með:

  • Áhættumat
  • Mat á rekstraráhættu fyrirtækisins
  • Breytingarstjórnun fyrir áhættustýringu  
  • Hönnun og framkvæmd áhættustýringar
  • Útvistun/hlutvistun áhættustýringar
  • Ráðgjöf og þjálfun fyrir áhættustjórnendur og starfsmenn áhættustýringar
  • Mat á áhættumenningu fyrirtækisins
  • Mat á áhættu í framboðskeðjunni
  • Mat á áhættu í tengslum við birgja og aðra samstarfsaðila

Nánari upplýsingar veita:

Birna María Sigurðardóttir

Birna María Sigurðardóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Áhætturáðgjafar

Birna María hóf störf hjá Deloitte árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Hún er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og er sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte. Þá er hún jafn... Meira

Sif Einarsdóttir

Sif Einarsdóttir

Meðeigandi, Áhætturáðgjöf

Sif Einarsdóttir er löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte ehf.... Meira