Þjónusta

Áhættustýring

Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, innra eftirlits og stjórnarhátta og stuðlar þannig að því að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök nái markmiðum sínum. Áhrifarík innri endurskoðun stuðlar að því að stjórnendur fái tímanlegar og áreiðanlegar fjárhags- og rekstrarupplýsingar og geti með því brugðist skjótt við vandamálum sem upp koma í rekstrinum.

 

Á undanförnum árum hafa stjórnir og framkvæmdastjórnir beint í auknum mæli sjónum sínum að áhættustýringu í rekstri fyrirtækja og stofnana sinna. Þá hafa stjórnir farið að krefja stjórnendur um enn öflugri áhættustýringu og er algengt að farið sé fram á C-stig í áhættustjórnun. Þróunin er í þá átt að áhættustýring er notuð á fleiri sviðum rekstrar og sem stjórntæki til að samræma aðgerðir innan fyrirtækja og stofnana.

Þjónusta Deloitte

Deloitte aðstoðar viðskiptavini við að skilja og stjórna áhættum í sínum rekstri. Dæmigert verkefni felst í því að greina viðskiptaferla, greina áhættur sem í þeim felast og meta hvort innri eftirlitsaðgerðir dragi nægilega úr og stýri áhættunni.

Deloitte getur meðal annars aðstoðað fyrirtæki með:

  • Áhættumat
  • Mat á rekstraráhættu fyrirtækisins
  • Breytingarstjórnun fyrir áhættustýringu  
  • Hönnun og framkvæmd áhættustýringar
  • Útvistun/hlutvistun áhættustýringar
  • Ráðgjöf og þjálfun fyrir áhættustjórnendur og starfsmenn áhættustýringar
  • Mat á áhættumenningu fyrirtækisins
  • Mat á áhættu í framboðskeðjunni
  • Mat á áhættu í tengslum við birgja og aðra samstarfsaðila

Nánari upplýsingar veita:

Birna María Sigurðardóttir

Birna María Sigurðardóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Áhætturáðgjafar, framkvæmdastjóri rekstrar og fjármála

Birna María hóf störf hjá Deloitte árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Hún er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og er sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte. Þá er hún jafn... Meira

Sara Fönn Jóhannesdóttir

Sara Fönn Jóhannesdóttir

Meðeigandi

Sara Fönn gekk til liðs við Deloitte árið 2016 og er liðsstjóri í Áhætturáðgjöf. Sara Fönn hefur stýrt og tekið þátt í fjölmörgum ráðgjafaverkefnum fyrir viðskiptavini Deloitte. Hún stýrir úttektum á ... Meira