Þjónusta

Innri endurskoðun

Reynsla og þekking

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og stofnana. Auknar kröfur um að fyrirtæki starfi í samræmi við lög og reglur og góða stjórnarhætti. Stjórnendur standa stöðugt frammi fyrir þessum áskorunum við stjórnun sinna fyrirtækja.

Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, innra eftirlits og stjórnarhátta og stuðlar þannig að því að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök nái markmiðum sínum. Áhrifarík innri endurskoðun stuðlar að því að stjórnendur fái tímanlegar og áreiðanlegar fjárhags- og rekstrarupplýsingar og geti með því brugðist skjótt við vandamálum sem upp koma í rekstrinum.

Þjónusta Deloitte

Deloitte hefur langa reynslu í innri endurskoðun fyrirtækja og stofnana, allt frá ráðgjöf til útvistunar innri endurskoðunar. Hjá Deloitte starfa fjölmargir sérfræðingar með mikla þekkingu og reynslu á innra eftirliti, áhættustýringu og góðum stjórnarháttum.

Umfang innri endurskoðunaráætlunar er alltaf ákveðið í samvinnu við viðskiptavini. Þá eru valdir sérfræðingar í samræmi við umfang og eðli hvers verkefnis þannig það skili sem mestum ávinningi fyrir fyrirtækið.


Deloitte getur meðal annars aðstoðað fyrirtæki með:

  • Innri endurskoðun fyrir fyrirtæki og stofnanir (útvistað eða hlutvistað)
  • Innri og ytri gæðaúttektir á starfsemi innri endurskoðunardeilda
  • Ráðgjöf á sviði innra eftirlits og áhættustýringar
  • Sannprófun á virkni innra eftirlits
  • Ráðgjöf á sviði góðra stjórnarhátta í fyrirtækjum
  • Sérstakar innri endurskoðunarúttektir - sérhæfing í innri endurskoðun netöryggis, persónuverndar og upplýsingaöryggis
  • Ráðgjöf til endurskoðunarnefnda, m.a. starfsreglur og verkefni endurskoðunarnefnda
  • Ráðgjöf til innri endurskoðunardeilda, þjálfun og kennsla starfsmanna í innri endurskoðun
  • Sérstakar rannsóknir á meðal annars sviksemi og á brotum á starfsreglum, lögum og reglum

Nánari upplýsingar veita:

Birna María Sigurðardóttir

Birna María Sigurðardóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Áhætturáðgjafar, framkvæmdastjóri rekstrar og fjármála

Birna María hóf störf hjá Deloitte árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Hún er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og er sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte. Þá er hún jafn... Meira

Sara Fönn Jóhannesdóttir

Sara Fönn Jóhannesdóttir

Meðeigandi

Sara Fönn gekk til liðs við Deloitte árið 2016 og er liðsstjóri í Áhætturáðgjöf. Sara Fönn hefur stýrt og tekið þátt í fjölmörgum ráðgjafaverkefnum fyrir viðskiptavini Deloitte. Hún stýrir úttektum á ... Meira