Þjónusta
Netöryggisþjálfun
Deloitte býður upp á árangursríka og einfalda leið til að auka netöryggisvitund og netöryggisþekkingu starfsmanna.
Deloitte býr yfir breidd og dýpt þekkingar sem á sér engar hliðstæður, með rúmlega 6.500 sérfræðinga í netöryggismálum. Við bjóðum netvarnarþjónustu án landamæra þar sem sérfræðingar fyrirtækisins eru fengnir í verkefni sem hæfa þeirra sérþekkingu.
Aðgangsstýrt námsumhverfi á Internetinu
Ein algengasta leiðin hjá tölvuþrjótum til að brjóta sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækja er að nýta sér grandaleysi og skort á netöryggisvitund starfsmanna. Því er mikilvægt að fyrirtæki bjóði starfsfólki sínu upp á fræðsluefni til að auka netöryggisvitund starfsmanna.
Deloitte býður aðgangsstýrt námsumhverfi á Internetinu sem samanstendur af fjölda hnitmiðaðra myndbanda sem taka á mikilvægum efnisþáttum um örugga netnotkun. Hverju myndbandi er svo fylgt eftir með sjö til tíu spurningum um efni myndbandsins sem þarf að svara rétt til að starfsmaður hafi sýnt fram á hæfni sína í tilteknum efnisþátt.
Lausnin er aðgengileg á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku, ensku, pólsku, þýsku, dönsku, norsku, sænsku, spænsku, frönsku, finnsku og hollensku.
Hvert myndband hefur sitt eigið þema og eru nokkur þeirra talin upp hér að neðan:
- Lærðu hvernig tölvuþrjótar nota tölvupósta sem innihalda skaðlegt efni til að smita tölvur með vírus og lærðu að koma auga á slíka pósta áður en það er of seint.
- Lærðu um öryggisvitund á skrifstofunni og hvað þú þarft sérstaklega að hafa í huga varðandi upplýsingatækniöryggi.
- Tölvuþrjótar vilja lykilorðin okkar svo þeir geti stolið upplýsingum og/eða persónuauðkennum okkar. Lærðu hvernig hægt er að búa til öruggt lykilorð og þar með, varið þig og fyrirtækið sem þú starfar hjá.
- Tölvuþrjótar nota gjarnan samfélagsmiðla til að blekkja og svindla á okkur. Lærðu hvernig þú getur notað samfélagsmiðla á öruggan máta.
- Lærðu hvernig á að vafra á öruggan máta á Internetinu og hvernig forðast skal árásir tölvuþrjóta og tölvuveirusmit.
- Á snjalltækjum er gjarnan að finna mikilvæg og viðkvæm gögn sem þurfa að vera vel varin. Lærðu hvað þú getur gert til að verja þau.
- Lærðu að forðast smit frá gagnagíslatökubúnaði sem læsir skjölum þínum með lykilorði og fer fram á að þú borgir lausnargjald til að fá aðgang að þeim á nýjan leik.
- Lærðu hvernig þitt fyrirtæki tryggir samræmi við sameiginlegu evrópsku gagnaverndarreglurnar.
- Lærðu um réttindin sem gagnaverndarreglur Evrópusambandsins gefa þér sem evrópskur ríkisborgari.
- Gagnastjórnun snýst um að verja mikilvægar upplýsingar. Lærðu hvernig skal gera það á sem bestan mögulegan máta.
- Samskiptablekkingar snúast um að blekkja fólk til að gefa frá sér trúnaðarupplýsingar. Lærðu hvernig þú getur varið þig gegn samskiptablekkingum.
- Tölvuglæpamenn reyna stundum að villa á sér heimildir og þykjast vera stjórnandi innan fyrirtækisins. Þeir reyna þannig að blekkja okkur til þess að flytja peninga á erlenda bankareikninga. Lærðu hvernig þú getur séð í gegnum svona svindl.
- Öryggi í upplýsingatækni er sérstaklega mikilvægt þegar þú ert staðsett/ur utan vinnustaðar því þá nýtur þú ekki verndar netkerfis fyrirtækisins. Lærðu hvernig þú getur varið þig.
- Lærðu að þekkja falsfréttir og villandi upplýsingar á netinu.
- Lærðu um öryggisatriði varðandi tölvupóstanotkun.
- Lærðu um mikilvægi netöryggiskúltúrs á vinnustað.
- Lærðu um netöryggi er varðar hina svokölluðu Internet of Things.