Þjónusta
Netvarnir
Tilgangur netvarna er að vernda þekkingu, upplýsingar og gögn sem eru grunnurinn að þínu fyrirtæki
Deloitte býr yfir breidd og dýpt þekkingar sem á sér engar hliðstæður, með rúmlega 8.000 sérfræðinga í netöryggismálum. Við bjóðum netvarnarþjónustu án landamæra þar sem sérfræðingar fyrirtækisins eru fengnir í verkefni sem hæfa þeirra sérþekkingu.
Deloitte er á meðal fremstu fyrirtækja heims á sviði netöryggisþjónustu. Við skiptum netöryggisþjónustu okkar í fjóra flokka:
- Netöryggisstefna: Við hjálpum viðskiptavinum okkar að meta núverandi stöðu netöryggis og að setja fram skilgreiningu á æskilegri stöðu. Þetta er gert með tæknilegum úttektum, viðtölum við lykilaðila og rýni ferla. Afurð verkefnisins er meðal annars forgangsröðuð aðgerðaráætlun sem miðar að því að viðskiptavinur okkar nái æskilegri stöðu í netöryggi. Við þessa vinnu nýtum við mótaða aðferðafræði sem hefur margsannað sig og hefur þessi þjónusta verið veitt til fjölmargra virtra fyrirtækja með góðum árangri.
- Netvarnir: Við vinnum með viðskiptavinum okkar við að auka netöryggi með því að efla netvarnir. Við setjum upp árangursríkar stýringar á netvörnum og leggjum sérstaka áherslu á að vernda þau kerfi og gögn sem mestu máli skipta.
- Vöktun: Við hjálpum viðskiptavinum okkar að vera á varðbergi gagnvart netógnum með því að auka hæfni til að koma auga á veikleika í kerfum og að uppgötva óeðlilega netumferð sem getur bent til netárásar. Þetta gerum við með því að koma á sjálfvirku ferli sem ber upplýsingar um þekktar aðferðir net- og tölvuarása, saman við rekstrarupplýsingar úr tölvukerfum viðskiptavinarins.
- Mótspyrna: Við aðstoðum viðskiptavini okkar að vera undir það búnir að bregðast hratt og vel við net- og tölvuárásum. Þetta gerum við meðal annars með því að þjálfa bæði stjórnendur og tölvudeild í viðbrögðum við árásum.
Netöryggisþjálfun
Deloitte býður upp á árangursríka og einfalda leið til að auka netöryggisvitund og netöryggisþekkingu starfsmanna. Um er að ræða aðgangsstýrt námsumhverfi á Internetinu sem samanstendur af fjölda hnitmiðaðra myndbanda sem taka á mikilvægum efnisþáttum um örugga netnotkun.
Lestu nánar um netöryggisþjálfun Deloitte hér.
Nánari upplýsingar um þjónustuframboð Deloitte í netvörnum má nálgast hér.
Greinar og fróðleiksmolar
Sérfræðingar Deloitte skrifa reglulega greinar og birta fróðleiksmola er snúa að netvörnum og netöryggi, allt frá því hvernig megi laga friðhelgisstillingar á samfélagsmiðlum yfir í hvernig fyrirtæki geti varast og brugðist við netárásum.
Fylgstu með umfjölluninni hér.