Faglegt efni
Netvarnir og netöryggi
Greinar og fróðleiksmolar um netvarnir og netöryggi
Deloitte birtir reglulega umfjöllun um netvarnir og netöryggi.
Internetið spilar stórt hlutverk í lífi okkar flestra. Við notum netið gjarnan í leik og starfi og sífellt eru fleiri tegundir tækjabúnaðar að tengjast við netið og safna upplýsingum um okkur. Þessi sítenging á búnaði við Internetið getur aukið þægindi okkar en um leið fylgja þeim ákveðnar hættur og ýmsar spurningar geta vaknað um öryggi.
Mikilvægt er að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að netöryggi snýst ekki eingöngu um tækni og því er mikill misskilningu að tölvudeildin ein beri ábyrgð á netöryggi. Það er staðreynd að fólk og ferlar eru ekki síður mikilvægir þættir í netöryggi og það er þörf á samhentum aðgerðum hinna ýmsu deilda til að auka upplýsinga- og netöryggi.
Hér að neðan má finna greinar og fróðleiksmola Deloitte um netvarnir og netöryggi.
Jólahugvekja um netöryggi
Í desembermánuði hefur borið mikið á því að verið er að senda út veiðipósta í nafni þjónustuaðila sem Íslendingar nýta sér mikið um þessar mundir. Ef þú ert að fá veiðipósta skaltu eyða þeim strax og/eða tilkynna þá til tölvudeilda fyrirtækja, þegar það á við.
Á landamærum er ekki skimað fyrir netvírusum
Grein sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 15. október 2020.
Fimm lausnir í átt að auknu netöryggi
Netárásir og öryggisbrot eru vaxandi áhætta í daglegum rekstri fyrirtækja og eru sífellt að verða umfangsmeiri og flóknari viðureignar. Tilgangur netvarna er að vernda þekkingu, upplýsingar og gögn sem eru grunnurinn að þínu fyrirtæki.
Deloitte býður upp á árangursríkar og einfaldar leiðir til að auka öryggi og netöryggisvitund starfsfólks.
Netgögn
Algengt er að á vefsvæðum sé boðið upp á leiðir til að stýra upplýsingum sem við deilum með öðrum. Allt of algengt er að fólk skoði ekki þá möguleika sem eru í boði og deili því jafnvel óhóflega miklum upplýsingum um sig með fyrirtækjum og óviðkomandi einstaklingum.
Svikapóstar
Samkvæmt könnun Deloitte árið 20018 þá hafa 86% af 200 stærstu fyrirtækjum landsins fengið senda svikapósta þar sem óprúttnir aðilar reyna að villa á sér heimildir með það að markmiði að plata fé út úr fyrirtækjum og/eða stofnunum.