Þjónusta

Persónuvernd - GDPR

Fjölbreytt þjónusta á sviði persónuverndar

Fjölbreytt þjónusta

Sérfræðingar Deloitte í löggjöf um verndun persónuupplýsinga eru tilbúnir til að aðstoða þitt fyrirtæki og geta boðið upp á margvíslega þjónustu á sviði löggjafarinnar en þar má nefna:        

  • Greiningu á núverandi stöðu og ráðleggingar um þau skref sem þarf að stíga til að uppfylla nýja löggjöf.
  • Greiningu og skráningu á persónuupplýsingum sem unnið er með.
  • Aðstoð við að útbúa skrá um vinnsluaðgerðir.
  • Ritun verklagsreglna um söfnun, skráningu, vistun og vinnslu persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu.
  • Aðstoð við samningagerð milli ábyrgðar- og vinnsluaðila.
  • Aðstoð við að framkvæma mat á áhrifum á persónuvernd og uppsetning ferla og vinnuskjala því tengdu.
  • Greining á öryggi við vinnslu og aðstoð við úrbætur.
  • Skilgreina og fræða um hlutverk persónuverndarfulltrúa og ritun starfslýsingar og hæfniskrafna.
  • Verkefnastýringu á þessari vegferð.
  • Setja upp eftirlitsaðgerðir með að unnið sé í samræmi við kröfur.
  • Sjá um vinnustofur, námskeið og aðra fræðslu til starfsfólks.

Persónuverndarfulltrúi (e. DPO)

Sérfræðingar Deloitte veita sértæka aðstoð í tengslum við hlutverk persónuverndarfulltrúa. Deloitte býður þannig allt í senn upp á þjónustu sem mætir kröfum þeirra fyrirtækja sem kjósa að útvista hlutverki persónuverndarfulltrúans, sem og að veita skipuðum persónuverndarfulltrúum ráðgjöf og aðstoð við að sinna þeim fjölmörgu skyldum sem kveðið er á um í lögunum.

Auk þeirra sérfræðinga sem starfa innan Áhætturáðgjafar Deloitte vinnur Deloitte á Íslandi í náinni samvinnu við Deloitte í Danmörku, Noregi, Hollandi og Belgíu þar sem fyrir hendi er reynsla af mjög stórum og flóknum verkefnum á þessu sviði.

Greinar og fróðleiksmolar

Sérfræðingar Deloitte skrifa reglulega greinar og birta fróðleiksmola er snúa að nýju persónuverndarlöggjöfinni og vinnslu persónuupplýsinga.

Fylgstu með umfjölluninni hér.

Nánari upplýsingar veita:

Sigurður Már Eggertsson

Sigurður Már Eggertsson

Lögfræðingur, persónuverndarfulltrúi

Sigurður Már er með meistara- og fullnaðarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem hann stundaði skiptinám við Université de Cergy-Pontoise í Frakklandi. Sigurður Már hefur stýrt innle... Meira

Jóna Kristín Benediktsdóttir

Jóna Kristín Benediktsdóttir

Lögfræðingur

Jóna Kristín er með fullnaðarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík en í náminu lagði hún sérstaka áherslu á persónuverndarrétt. Auk þess hefur hún bæði BA-próf í lögfræði með og BS-próf í viðskip... Meira

Alma Tryggvadóttir

Alma Tryggvadóttir

Director, Áhætturáðgjöf

Alma hefur starfað í Áhætturáðgjöf Deloitte frá árinu 2023. Þar vinnur hún við ráðgjöf og verkefnastýringu á sviði net- og upplýsingaöryggis, m.a. stefnumótandi úttektir netöryggismála auk þess að sin... Meira