Um okkur

Consulting    

Traust ráðgjöf við umbreytingu tækni og fyrirtækja

Deloitte Consulting er öflugur hópur um 50 sérfræðinga sem veitir tækni-, umbreytinga- og stefnumótunarráðgjöf til íslenskra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Við höfum áralanga reynslu í tæknilegri umbreytingu, rekstri fjölbreyttra kerfa og þjónustu og smíði lausna. Deloitte Consulting styður viðskiptavini við langtíma stefnumörkun, breytingar á stjórnkerfum, innleiðingu breytinga og öðrum áskorunum sem stjórnendur glíma við.

Deloitte Consulting veitir stefnumótunarráðgjöf, rekstrarráðgjöf og ráðgjöf í bestun á upplýsingatækni umhverfis fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Við styðjum viðskiptavini okkar við langtíma stefnumörkun, breytingar á stjórnkerfum, innleiðingu breytinga og öðrum áskorunum sem stjórnendur glíma við.

Stefnumótun og rekstur fyrirtækja

Störfum með háttsettum stjórnendum fyrirtækja í að leysa þeirra erfiðustu og flóknustu vandamál. Aðstoðum viðskiptavini okkar við að móta skýra stefnu og áætlun sem byggir á djúpri þekkingu á markaðnum sem þeir starfa innan, atvinnugeiranum og rekstri fyrirtækja. 

Með góðu samstarfi og stuðningi frá Deloitte Consulting í Evrópu bjóðum við einnig alþjóðlega sérþekkingu í stjórnendaráðgjöf ásamt innlendri þekkingu og verkefnastjórn sem skilur íslenskt umhverfi og samhengi. 

Tækniráðgjöf og stjórnun upplýsingatæknimála

Veitum ráðgjöf og lausnir sem drífa áfram umbreytingar innan fyrirtækja, bæta framleiðni og gera starfsemi viðskiptavina okkar straumlínulagaðri. Við bjóðum hagnýtar og frumlegar lausnir sem aðstoða viðskiptavini við ná eða skapa sér aukið forskot á markaðnum. 

Sem markaðsleiðandi ráðgjafi á sviði þekkingar- og upplýsingatækni bjóðum við aðgang að umfangsmiklu neti sérfræðinga með djúpa tæknilega þekkingu og til að leysa hin flóknustu úrlausnarefni. Þessi áhersla Deloitte hefur skilað sér til viðskiptavina okkar og gert Deloitte að viðurkenndum leiðtoga á markaðinum fyrir ráðgjafaþjónustu á sviði tækniráðgjafar. 

Fjölbreytt lausnaúrval og sérsniðin þjónusta að þínum þörfum

Deloitte Consulting á Íslandi leggur áherslu á eftirfarandi þjónustur: 

 1. Stefnumótun og tækniumbreytingar
 2. Rekstrarþjónusta
 3. Salesforce lausnir og þjónusta
 4. SAP lausnir og þjónusta
 5. Samþætting kerfa
Þjónustum fyrirtæki í einkageiranum, sveitarfélög og fyrirtæki í opinberum rekstri

Deloitte Consulting á Íslandi leggur áherslu á að bjóða upp á sérfræðiþekkingu innan eftirfarandi atvinnugeira:

 • Auðlindir og orka
 • Fjármálastarfsemi
 • Líftækni og heilbrigði
 • Sjávarútvegur
 • Sveitarfélög og opinberir aðilar
 • Tækni, fjölmiðlar og fjarskipti
 • Verslun og þjónusta

Deloitte Consulting skarar fram úr á heimsvísu

Did you find this useful?