Um okkur

Consulting    

Traust ráðgjöf við umbreytingu tækni og fyrirtækja

Deloitte Consulting er öflugur hópur um 50 sérfræðinga sem veitir tækni-, umbreytinga- og stefnumótunarráðgjöf til íslenskra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Við höfum áralanga reynslu í tæknilegri umbreytingu, rekstri fjölbreyttra kerfa og þjónustu og smíði lausna. Deloitte Consulting styður viðskiptavini við langtíma stefnumörkun, breytingar á stjórnkerfum, innleiðingu breytinga og öðrum áskorunum sem stjórnendur glíma við.

Stefnumótun og rekstur

Með góðu samstarfi og stuðningi frá Deloitte Consulting í Evrópu bjóðum við alþjóðlega sérþekkingu í stjórnendaráðgjöf ásamt innlendri þekkingu og verkefnastjórn sem skilur íslenskt umhverfi og samhengi.

Tækniráðgjöf

Sem markaðsleiðandi ráðgjafi á sviði þekkingar- og upplýsingatækni bjóðum við aðgang að umfangsmiklu neti sérfræðinga með djúpa tæknilega þekkingu og til að leysa hin flóknustu úrlausnarefni. Þessi áhersla Deloitte hefur skilað sér til viðskiptavina okkar og gert Deloitte að viðurkenndum leiðtoga á markaðinum fyrir ráðgjafaþjónustu á sviði tækniráðgjafar.

Deloitte Consulting skarar fram úr á heimsvísu

Did you find this useful?