Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

Haustið 2022

Íslenskir fjármálastjórar hvað bjarsýnastir meðal Evrópuþjóða

Fjármálastjórakönnun Deloitte er gerð tvisvar á ári og er tilgangur hennar að sýna mat fjármálastjóra á stöðu fyrirtækja og efnahagsumhverfi. Þetta er í 18. sinn sem könnunin er framkvæmd hér á landi á meðal fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins, og hún er nú í 10. sinn unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte í Evrópu. Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi í samanburði við fjármálastjóra í 15 löndum í Evrópu, þar sem við á. Meðaltal niðurstaðna í Evrópu er vegið eftir landsframleiðslu hvers lands.

Fjármálastjórakönnun Deloitte, haust 2022

Helstu niðurstöður

Væntingar til reksturs

  • Nettó viðhorf fjármálastjóra í Evrópu gagnvart þróun EBITDA, fjárfestinga og ráðninga nýrra starfsmanna á næstu 12 mánuðum mældist neikvætt, það er fleiri fjármálastjórar í Evrópu búast við samdrætti frekar en aukningu í þessum stærðum.
  • Íslenskir fjármálastjórar mælast bjartsýnastir gagnvart þróun tekna, EBITDA og fjárfestinga á næstu 12 mánuðum. Íslenskir fjármálastjórar eru einnig meðal þeirra bjartsýnustu í Evrópu gagnvart ráðningu starfsfólks, en aðeins fjármálastjórar í Sviss og Póllandi mældust bjartsýnni.

Markaður og efnahagur

  • Meirihluti fjármálastjóra á Íslandi (63%) telur að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum. Hlutfallið hefur lækkað um 7 prósentustig frá því í vor.
  • Um 75% íslenskra fjármálastjóra telja stýrivexti Seðlabankans of háa og hefur hlutfallið aukist um 40 prósentustig frá því í vor. Stýrivextir hafa hækkað um 275 punkta á sama tíma.
  • Um 46% fjármálastjóra hér á landi telja að gengi íslensku krónunnar muni styrkjast nokkuð á næstu sex mánuðum.
  • Um 46% íslenskra fjármálastjóra telja að hlutabréfaverð muni hækka á innlendum markaði á næstu sex mánuðum samanborið við um 72% síðasta haust.

Áhætta og óvissa

  • Um 41% fjármálastjóra á Íslandi telja sig standa frammi fyrir mikilli fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu í samanburði við 81% fjármálastjóra í Evrópu. Um 53% fjármálastjóra á Íslandi telja að fjárhagsleg og efnahagsleg óvissa sé eðlileg.
  • Verðbólga var nefnd sem stærsti áhættuþátturinn í rekstri íslenskra fyrirtækja. Þetta er í fyrsta skipti frá því könnunin var fyrst framkvæmd haustið 2014 að gengisþróun íslensku krónunnar mælist ekki stærsti ytri áhættuþátturinn. Vaxtastig mælist næststærsti áhættuþátturinn en gengisþróun þriðji stærsti.

Verðbólga

  • Bæði íslenskir og evrópskir fjármálastjórar telja að það að velta kostnaði yfir á viðskiptavini með verðhækkunum sé árangursríkasta aðgerðin til þess draga úr áhrifum verðbólgu á rekstur síns fyrirtækis, en 68% íslenskra og 75% evrópskra telja að áhrifin séu í meðallagi/mikil.
  • Að meðaltali búast íslenskir fjármálastjórar við að verðbólga á Íslandi verði hátt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands eða að meðaltali 7,7% á næstu 12 mánuðum. Íslenskir fjármálastjórar vænta þess að það dragi úr verðbólgu og hún verði að meðaltali 6,9% á ársgrundvelli árið 2023 og 5,0% á ársgrundvelli 2024.
Did you find this useful?