Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

300 stærstu fyrirtæki landsins

Fjármálaráðgjöf Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins. Tilgangur könnunarinnar er að kanna skoðanir fjármálastjóra á málefnum er snerta fyrirtæki og efnahagslífið í heild.

Þetta er í tólfta sinn sem könnunin var framkvæmd hér á landi og var hún nú í fjórða skipti unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte í Evrópu. Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi og í 19 öðrum Evrópulöndum.

Fjármálastjórakönnun haust 2019

Dregið hefur úr svartsýni íslenskra fjármálastjóra

Almennt telja íslenskir fjármálastjórar (63%) að fjárhagslegar horfur hafi verið nokkuð óbreyttar á síðustu þremur mánuðum. Ísland hefur neikvæða nettó stöðu (-7%), þ.e. hlutfallslega fleiri telja að fjárhagslegar horfur hafi versnað frekar en batnað á síðustu þremur mánuðum. Var sama hlutfall neikvætt um 37% fyrir sex mánuðum síðan og hefur því dregið úr svartsýni. Nettó viðhorf fjármálastjóra á EMEA svæðinu mældist einnig neikvætt (-17%).

Óvissa og áhætta

Meirihluti fjármálastjóra á Íslandi eða 69% telja sig standa frammi fyrir eðlilegri fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu. Innan EMEA svæðisins telja 69% fjármálastjóra að fjárhagsleg og efnahagsleg óvissa sé mikil. Þá er áhættuvilji íslenskra fjármálastjóra meðal þeirra lægstu á EMEA svæðinu.

Markaður og efnahagur

Um 34% fjármálastjóra telja að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum samanborið við 11% síðastliðið vor. Rúmlega helmingur fjármálastjóra telur að gengi íslensku krónunnar muni haldast óbreytt á næstu sex mánuðum eða 52%. Gengisþróun krónunnar heldur áfram að vera stærsti ytri áhættuþáttur fyrirtækja.

Viðbrögð við loftslagsbreytingum

Aðeins 25% íslenskra fyrirtækja hafa sett sér markmið um losunarskerðingu (e. emission reduction) til samræmis við Parísarsamkomulagið. Um 14% hafa sett sér sín eigin markmið varðandi losunarskerðingu.  

 

Niðurstöður frá EMEA má nálgast hér.

Did you find this useful?