Faglegt efni

Könnun á viðhorfum fjármálastjóra

300 stærstu fyrirtæki landsins

Ráðgjafarsvið Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur könnunarinnar var að endurspegla skoðun fjármálastjóra á mikilvægum málefnum sem snerta stærri fyrirtæki og hafa þar með áhrif á efnahagslífið í heild.

Fjármálastjórakönnun í maí 2015

Lykilatriði úr niðurstöðunum:

Er vorið komið?

• Niðurstaða kjarasamninga er einn helsti áhættuþáttur í rekstri fyrirtækja en vaxtastig og verðbólga voru einnig nefnd sem helstu áhættuþættir. 

• Yfirgnæfandi meirihluti fjármálastjóra telur ekki góðan tíma nú til auka áhættu í efnahagsreikningi fyrirtækja. 

• Aðspurðir telja fjármálastjórar stýrivexti Seðlabankans of háa. Meirihluti fjármálastjóra telur að mikið framboð af lánsfé sé til staðar en að kostnaður við lánsfé sé hár og álag banka á grunnvexti of hátt. 

• Það eru þó jákvæð teikn á lofti. Almennt gera fyrirtæki ráð fyrir lítillegri hækkun í tekjum og EBITDA á næstu tólf mánuðum.

• Meirihluti fyrirtækja stefnir á fjárfestingar á árinu 2015 og fleiri fyrirtæki gera ráð fyrir fjölgun starfsmanna nú en í síðustu könnun

• Fleiri fjármálastjórar eru nú bjartsýnni um hagvaxtarhorfur til næstu tveggja ára en í síðustu könnun og telja að hagvöxtur á Íslandi muni aukast.

• Á næstu 12 mánuðum ætla flest fyrirtæki að leggja áherslu lækkun kostnaðar, lækkun skulda og á stækkun með innri vexti. 

• Íslensk fyrirtæki eru almennt talin vera of skuldsett en það virðist vera að draga úr fjölda fyrirtækja sem eru talin of skuldsett og færri fyrirtæki leggja áherslu á að draga úr skuldsetningu en áður.

• Kannað var hvaða áhrif viðræðuslit íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið hefði haft á stærstu fyrirtækin en meirihluti fyrirtækja telja að þau hefðu engin áhrif eða 77% aðspurðra. 

 

Hér má sjá heildarniðurstöður könnunarinnar
Did you find this useful?