Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun

300 stærstu fyrirtæki landsins

Ráðgjafarsvið Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur könnunarinnar var að endurspegla skoðun fjármálastjóra á mikilvægum málefnum sem snerta stærri fyrirtæki og hafa þar með áhrif á efnahagslífið í heild.

Fjármálastjórakönnun í maí 2016

Svör fjármálastjóra umstöðu fyrirtækja eru svipuð og í síðustu könnun sem framkvæmd var í nóvember 2015. Fjármálastjórar gera almennt ráð fyrir nokkurri aukningu EBITDA á næstu tólf mánuðum. Um 40% fjármálastjóra gera ráð fyrir ráðningu nýrra starfsmanna og helmingur gerir ráð fyrir að hagnaður aukist frá fyrra ári. Ríflega helmingur fjármálastjóra telur vaxtartækifæri svipuð og fyrir sex mánuðum síðan en um 40% telja þau betri.Mikill meirihluti fyrirtækja stefna á fjárfestingar á árinu, eða 75%.

Aðspurðir um áhrif launahækkana í kjölfar nýgerðra kjarasamninga á verð vöru og þjónustu sögðu 71% fjármálastjóra að áhrifin væru til hækkunar verðlags en aðrir sögðu samningana ekki hafa haft áhrif á verðlag. Einnig var spurt hvort nýgerðir kjarasamningar hefðu haft áhrif á afkomu fyrstu mánuða ársins og sögðu 87% fjármálastjóra samningana hafa haft áhrif til lækkunar afkomu. Aðspurðir hafa tveir af hverjum þremur fjármálastjórum orðið varir við aukinn kaupmátt í rekstri sinna fyrirtækja.

Spurt var um áhrif styrkingarkrónunnar á fyrstu mánuðum ársins á verð vöru og þjónustu en 49% fjármálastjóra sögðu að styrking krónunnar hefði ekki haft nein áhrif, 34% sögðu áhrifin vera til lækkunar verðlags og 17% sögðu þau vera til hækkunar verðlags. Þrátt fyrir þetta er gengisþróun íslensku krónunnar talin vera helsti áhættuþáttur í rekstri fyrirtækja í dag en einnig vaxtastig, verðbólga og þróun einkaneyslu.

Dregið hefur úr bjartsýni um hlutabréfamarkaðinn frá fyrri könnun og telur helmingur fjármálastjóra að vísitalan muni hækka nokkuð á næstu sex mánuðum en einn af hverjum þremur telur að hún muni vera óbreytt.

Áhersluatriði í rekstri fyrirtækja eru óbreytt,fjármálastjórar í könnuninni segja að áhersla verði áfram lögð á að lækka kostnað, stækka með innri vexti og minnka skuldsetningu. Athyglisverter að áhersluatriði í rekstri hafa verið óbreytt sl. 2 ár eða frá könnuninni í maí 2014.

Hér er hægt að nálgast niðurstöður úr könnuninni.
Did you find this useful?