Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

300 stærstu fyrirtæki landsins

Fjármálaráðgjöf Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur könnunarinnar var að endurspegla skoðun fjármálastjóra á mikilvægum málefnum sem snerta stærri fyrirtæki og hafa þar með áhrif á efnahagslífið í heild.

Þetta er í tíunda sinn sem könnunin er framkvæmd hér á landi og hún er nú í annað skipti unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte á heimsvísu. Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi í samanburði við fjármálastjóra annarsstaðar í heiminum.

Fjármálastjórakönnun haust 2018

Dregið hefur úr bjartsýni fjármálastjóra hjá stærstu fyrirtækjum landsins, samkvæmt könnun Deloitte og eru niðurstöðurnar í takt við dvínandi bjartsýni fjármálastjóra annarsstaðar í heiminum. Minni bjartsýni er meðal fjármálastjóra utan Evrusvæðisins en innan þess. Á komandi ári mun meirihluti fyrirtækja leggja áherslu á hagræðingu í rekstrarkostnaði. 

Mikill meirihluti fjármálastjóra (86%) stefnir á að halda skuldsetningu óbreyttri eða draga úr henni á næstu 12 mánuðum. Af þeim fjármögnunarleiðum sem spurt er um meta flestir fjármálastjórar hérlendis innri fjármögnun hagkvæma en lántöku óhagkvæma. Fjármálastjórar innan EMEA telja lántöku hjá bönkum hagkvæma en útgáfu hlutafjár óhagkvæmasta kostinn.  

Minni bjartsýni gætir til hagvaxtar á Íslandi. Aðeins 14% íslenskra fjármálastjóra telur að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum. Gengisþróun krónunnar heldur áfram að vera stærsti ytri áhættuþáttur fyrirtækja hér á landi. 

Dregið hefur úr vilja til áhættutöku í öllum löndum nema í Grikklandi.

 

Hér er hægt að nálgast niðurstöður úr könnuninni.
Did you find this useful?