Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

300 stærstu fyrirtæki landsins

Fjármálaráðgjöf Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins. Tilgangur könnunarinnar er að kanna skoðanir fjármálastjóra á málefnum er snerta fyrirtæki og efnahagslífið í heild.

Þetta er í ellefta sinn sem könnunin var framkvæmd hér á landi og var hún nú í þriðja skipti unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte í Evrópu. Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi og í 20 öðrum Evrópulöndum.

Fjármálastjórakönnun vor 2019

Fjármálastjórar aldrei verið jafn svartsýnir

Áfram dregur úr bjartsýni íslenskra fjármálastjóra en Ísland hefur neikvæða nettó stöðu (-37%), það er það eru hlutfallslega fleiri sem telja að fjárhagslegar horfur hafi versnað frekar en batnað á síðustu þremur mánuðum. Þetta hlutfall hefur versnað um 23% frá því í haust.

Óvissa og áhætta

Um helmingur fjármálastjóra á Íslandi telur sig standa frammi fyrir mikilli fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu og telur tæplega helmingur þeirra fjárhagslegar horfur sínar hafa versnað á undanförnum mánuðum. Þá hefur áhættuvilji íslenskra fjármálastjóra aldrei mælst minni.

Markaður og efnahagur

Viðhorf til þróunar á hagvexti á næstu tveimur árum hefur ekki mælst svartsýnna frá upphafi þessarar könnunar, haustið 2014. Þá helstu gengisþróun krónunnar áfram að vera stærsti ytri áhættuþáttur fyrirtækja.

Fjármögnun og fjárfestingar

Samkvæmt niðurstöðunum má gera ráð fyrir að íslensk fyrirtæki muni leitast við að draga úr skuldsetningu á næstu 12 mánuðum. Þá sýna niðurstöður að af þeim fjármögnunarleiðum sem spurt er um, telja flestir fjármálastjórar hérlendis innri fjármögnun hagkvæma en lántöku óhagkvæma.

 

Niðurstöður frá EMEA má nálgast hér.

Did you find this useful?