Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

Vor 2024  

Bjartsýni íslenskra fjármálastjóra minnkar

Fjármálastjórakönnun Deloitte er nú lögð fyrir einu sinni á ári hér á landi og er tilgangur hennar að sýna mat fjármálastjóra á stöðu fyrirtækja og efnahagsumhverfi. Þetta er í 20. sinn sem könnunin er framkvæmd hér á landi og í 12 sinn sem hún er unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte í Evrópu. Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi í samanburði við fjármálastjóra í öðrum Evrópulöndum, þar sem við á. Meðaltal niðurstaðna í Evrópu er vegið eftir landsframleiðslu hvers lands.

Rafrænn spurningalisti var sendur til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins í apríl síðastliðnum og viljum við þakka þeim sem tóku þátt kærlega fyrir. 

Fjármálastjórakönnun Deloitte, vor 2024

Mengi þátttakenda á Íslandi

Væntingar til reksturs

  • Nettó viðhorf fjármálastjóra í Evrópu gagnvart þróun tekna,fjárfestinga og ráðninga nýrra starfsmanna á næstu 12 mánuðummældist jákvætt, en lækkaði þó örlítið á milli ára. Nettó viðhorfgagnvart þróun EBITDA á næstu 12 mánuðum stendur í stað og eráfram jákvætt þó að breyting sé á milli landa. Bjartsýni hefur dregistsaman í þremur af fjórum ofangreindum lykilstærðum frá því síðastavor.

Markaðir og efnahagur

  • Helmingur fjármálastjóra á Íslandi (50%) telur að hagvöxtur muniaukast á næstu tveimur árum. Hlutfallið hefur hækkað um 11prósentustig frá því síðasta vor.

Óvissa og áhætta

  • Fjárhagsleg og efnahagsleg óvissa er að mælast minni en síðasta voren um 33% fjármálastjóra á Íslandi telja sig standa frammi fyrir mikillióvissu, samanborið við 38% síðastliðið vor. 
  • Vaxtastig var nefnt sem stærsti áhættuþátturinn í rekstri íslenskrafyrirtækja annað árið í röð, en svarhlutfallið jókst um 5% á milli ára.

Stýrivextir og verðbólga

  • Að meðaltali búast íslenskir fjármálastjórar við að verðbólga á Íslandiverði hátt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands eða að meðaltali5,9% á næstu 12 mánuðum. Íslenskir fjármálastjórar vænta þess aðhún verði 3% á Evrusvæðinu.

Fjármögnun

  • Áfram er innri fjármögnun talin hagkvæmasti kostur fjármögnunar hjá bæði fjármálastjórum á Íslandi og í Evrópu.
  • Um 79% íslenskra fjármálastjóra telja lántöku hjá bönkum óhagkvæma, sem er áframhaldandi vöxtur frá fyrra ári þegar 66% töldu hana óhagkvæma.
Did you find this useful?