Faglegt efni

Fjármálastjórakönnun Deloitte

Vor 2022

Niðurstöður Fjármálastjórakönnunar Deloitte sýna að bjarsýni íslenskra fjármálastjóra er yfir meðaltali í Evrópu.

Fjármálastjórakönnun Deloitta var framkvæmd í marsrmánuði, nú í sautjánda sinn. Könnunin er unnin í samstarfi við önnur aðildarfélög Deloitte í Evrópu. Niðurstöður endurspegla því skoðanir fjármálastjóra á Íslandi í samanburði við fjármálastjóra í 17 öðrum Evrópulöndum, þar sem við á.

Fjármálastjórakönnun Deloitte, vor 2022

Helstu niðurstöður

Væntingar til reksturs

  • Fleiri fjármálastjórar í Evrópu búast við aukningu frekar en samdrætti á næstu 12 mánuðum í tekjum, fjárfestingum og ráðningum nýrra starfsmanna og er nettó viðhorf þannig jákvætt fyrir þessar lykilstærðir. Nettó viðhorf er hins vegar neikvætt fyrir EBITDA þróun næstu 12 mánaða og búast því stjórnendur við samdrætti á þeirri stærð. Bjartsýni hefur minnkað frá því síðasta haust gagnvart öllum ofangreindum lykilstærðum.
  • Nettó viðhorf íslenskra fjármálastjóra gagnvart þróun þessara lykilstærða á næstu 12 mánuðum er hærra en að meðaltali í Evrópu, að undanskildum væntingum til ráðninga nýrra starfmanna þar sem íslenskir fjármálastjórar eru aðeins svartsýnni en kollegar þeirra í Evrópu. Nettó viðhorf íslenskra fjármálastjóra dróst saman í samanburði við síðasta haust fyrir allar lykilstærðir en er þó jákvætt í öllum tilfellum.

Markaður og efnahagur

  • Meirihluti fjármálastjóra á Íslandi (70%) telur að hagvöxtur muni aukast á næstu tveimur árum. Hlutfallið hefur lækkað um 17 prósentustig frá því í haust.
  • Hlutfall fjármálastjóra sem telur stýrivexti Seðlabankans of háa hefur aukist um 20 prósentustig frá því í haust en vextir hafa hækkað um 150 punkta á sama tíma.

Áhætta og óvissa

  • Tæplega helmingur fjármálastjóra á Íslandi (44%) telur sig standa frammi fyrir mikilli fjárhagslegri og efnahagslegri óvissu samanborið við 81% fjármálastjóra í Evrópu. Um 45% fjármálastjóra á Íslandi telja að fjárhagsleg og efnahagsleg óvissa sé eðlileg.
  • Rúmlega fimmtungur íslenskra fjármálastjóra (22%) telur að nú sé góður tími til að taka áhættu á efnahagsreikningi en það er lækkun um 14 prósentustig frá því í haust 2021 (36%).

Aðfangakeðjan

  • Um 61% íslenskra fjármálastjóra telja að áskoranir í aðfangakeðjunni hafi mikil áhrif eða áhrif í meðallagi, sem er sambærilegt við niðurstöður fjármálastjóra í Evrópu (64%).
  • Hærra verð á vörum/aðföngum og hærri flutningskostnaður mælast stærstu einstöku áskoranir íslenskra og evrópskra fjármálastjóra í aðfangakeðjunni, en yfir 70% telja að áhrifin séu í meðallagi/mikil.
Did you find this useful?