Faglegt efni
Könnun á viðhorfum fjármálastjóra
300 stærstu fyrirtæki landsins
Ráðgjafasvið Deloitte sendi nýverið út könnun til fjármálastjóra hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur könnunarinnar var að endurspegla skoðun fjármálastjóra á mikilvægum málefnum sem snerta stærri fyrirtæki og hafa þar með áhrif á efnahagslífið í heild.
Fjármálastjórakönnun í maí 2014
Lykilatriði úr niðurstöðunum eru:
• Niðurstöður sýna að meirihluti fyrirtækja stefnir á fjárfestingar á árinu 2014 eða 77% fyrirtækja.
• Þrátt fyrir áætlanir um fjárfestingar gera fjármálastjórar ekki ráð fyrir aukinni skuldsetningu en 50% fyrirtækja áætla að skuldsetning verði óbreytt og 34% fyrirtækja áætla að draga úr skuldsetningu. Það samræmist áliti fjármálastjóra um að íslensk fyrirtæki séu of skuldsett.
• Á næstu 12 mánuðum munu fyrirtæki leggja helst áherslu á stækkun með innri vexti, lækkun kostnaðar, minnkun skuldsetningar, aukningu sjóðsstreymis og koma með nýjar vörur.
• Helmingur fjármálastjóra telja að hagnaður íslenskra fyrirtækja muni standa í stað á árinu 2014 í samanburði við árið 2013 en 38% fjármálastjóra telja að hagnaður muni aukast.
• Meirihluti fjármálastjóra eru bjartsýnir um hagvaxtarhorfur á Íslandi til næstu tveggja ára en stór hluti fjármálastjóra telur að hagvöxtur muni standa í stað.
• Spurt var um mat fjármálastjóra á Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar og töldu 63% þeirra að vísitalan muni hækka nokkuð á árinu.
• Aðspurðir um stýrivexti Seðlabanka Íslands telur yfirgnæfandi meirihluti fjármálastjóra stýrivextina of háa.
Fjármálastjórakönnun Deloitte í fjölmiðlum.
Sjá hér til hliðar umfjöllun Viðskiptablaðsins frá 15. maí 2014 um fjármálastjórakönnun Deloitte.