Faglegt efni

COVID-19 og stafrænar lausnir

Áhrif á persónuvernd og öryggi  

Á krísutímum er algengt að ákvarðanir séu teknar með stuttum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir geta þó haft langvarandi áhrif og ófyrirséðar afleiðingar.

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur aukið eftirspurn eftir stafrænum lausnum á ýmsum sviðum samfélagsins og oftar en ekki er rík krafa um að slíkar lausnir þurfi að innleiða hratt, enda ýmis verkefni sem þarfnast tafarlausra úrlausna.

Það er vel að stafrænar lausnir séu nýttar í baráttunni við faraldurinn en þegar líf okkar fer að komast í eðlilegt horf er mikilvægt að horfa til baka og endurskoða hlutina. Það sem okkur þótti sjálfsagt á krísutímum, svo sem að sækja forrit sem rekur ferðir okkar, þykir okkur kannski ekki eins sjálfsagt þegar hættan er ekki lengur viðvarandi. 

Alexander Galt og Jan-Jan Lowijs, sérfræðingar hjá Deloitte í Hollandi, hafa tekið saman upplýsingar um nokkrar stafrænar lausnir sem nýttar hafa verið í baráttunni við COVID-19 á heimsvísu og hvaða áhrif þær hafa á persónuvernd og öryggi einstaklinga.

COVID-19 and Digital Technologies
The impacts on Privacy, Security and Digital Ethics

Written by Alexander Galt & Jan-Jan Lowijs

 

LESA

Deloitte á alþjóðavísu

Deloitte á alþjóðavísu hefur tekið saman ýmsan fróðleik og gagnlega punkta í tengslum við COVID-19 áskoranir. Síðan er uppfærð reglulega með nýju efni.

 

Lesa meira

Did you find this useful?