Lausnir

Netvarnir

Tilgangur netvarna er að vernda þekkingu, upplýsingar og gögn sem eru grunnurinn að þínu fyrirtæki.

Deloitte býr yfir breidd og dýpt þekkingar sem á sér engar hliðstæður, með rúmlega 6.500 sérfræðinga í netöryggismálum. Við bjóðum netvarnarþjónustu án landamæra þar sem sérfræðingar fyrirtækisins eru fengnir í verkefni sem hæfa þeirra sérþekkingu.

Deloitte hjálpar fyrirtækjum að:

  • Móta stefnu í netvarnarmálum þar sem viðskiptaleg markmið og áhættusækni/áhættufælni fyrirtækisins eru í hávegum höfð.
  • Draga úr áhættu með því að koma upp skilvirku eftirliti með viðkvæmustu gögnum og upplýsingum fyrirtækja án þess að það hafi neikvæð áhrif á framleiðni og vöxt. 
  • Finna netógnir og bregðast við þeim á áhrifaríkan hátt.
  • Byggja upp viðeigandi atviksstjórnunarferla til að bregðast hratt við netógnum hvort heldur frá innri eða ytri öflum.
  • Auka þekkingu almennra starfsmanna til að verjast netglæpum.

 

Nánari upplýsingar um þjónustuframboð Deloitte í netvörnum má nálgast hér.

Viltu vita meira? Hafðu samband við ráðgjafa okkar.

Þorvaldur Henningsson

Þorvaldur Henningsson

Yfirmaður netvarnarþjónustu

Þorvaldur er yfirmaður netvarnarþjónustu hjá Áhætturáðgjöf Deloitte á Íslandi. Hann hefur margþætta reynslu af stjórnun upplýsingatæknideilda og stjórnun fyrirtækja. ... Meira