Faglegt efni

COVID-19  

Faglegt efni frá Deloitte á Íslandi og á alþjóðavísu

Deloitte á alþjóðavísu

Deloitte á alþjóðavísu hefur tekið saman ýmsan fróðleik og gagnlega punkta í tengslum við COVID-19 áskoranir. Síðan er uppfærð reglulega með nýju efni.

 

Lesa meira

Aðgerðir stjórnvalda og þitt fyrirtæki

Stjórnvöld hafa hrint í framkvæmd viðamiklum aðgerðum til að bregðast við efnahagsáhrifum kórónuveirunnar COVID-19. Deloitte hefur tekið saman yfirlit yfir þessar aðgerðir ásamt nánari upplýsingum um skilyrði þeirra sem vonandi gagnast fyrirtækjum í yfirstandandi skipulagningu.

 

Lesa meira

 

 

Áhrif COVID-19 á reikningsskilin

Deloitte hefur tekið saman atriði sem vert er að hafa í huga við gerð reikningsskila vegna áhrifa COVID-19 en ganga þarf úr skugga um að reikningsskilin séu í samræmi við kröfur IFRS-staðla eða ársreikningslaga.


Lesa meira

COVID-19 og stafrænar lausnir

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur aukið eftirspurn eftir stafrænum lausnum á ýmsum sviðum samfélagsins og oftar en ekki er rík krafa um að slíkar lausnir þurfi að innleiða hratt, enda ýmis verkefni sem þarfnast tafarlausnar úrlausna. En hvað þýðir þetta fyrir persónuvernd einstaklinga og öryggi þeirra?

 

Lesa meira

Áætlanagerð á óvissutímum

Stjórnendur standa frammi fyrir þeirri áskorun að ná fram stöðugleika í rekstri á
óvissutímum. Þær ákvarðanir sem teknar eru til skamms tíma munu að öllum líkindum hafa áhrif á það hvernig tekst að viðhalda rekstri til langs tíma. Mikilvægt er að stjórnendur séu tilbúnir til að taka erfiðar ákvarðanir til að milda höggið verði því viðkomið, en á sama tíma undirbúa sig fyrir rekstraróvissu næstu mánaða.

 

Lesa meira

Fjárhagsleg endurskipulagning

Núverandi aðstæður hafa skapað margvíslegar áskoranir fyrir rekstrargrundvöll fyrirtækja og mörg þeirra sjá fram á viðamikla fjárhagslega endurskipulagningu til að viðhalda rekstrarhæfi.

 

Lesa meira

Uppbygging til framtíðar

Þrátt fyrir að hægst hafi á útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 hér á landi er ljóst að efnahagsáhrifin eru víðtæk og langvarandi. Stjórnendur sigla ólgusjó í gegnum óvissuna sem ríkir og þurfa samhliða að leggja grunninn að uppbyggingu til framtíðar. Þetta er viðamikil áskorun og enn sem komið er ófyrirséð hvenær lygnir.

 

Lesa meira

Skatta- og lögfræðileg álitamál vegna COVID-19

Við núverandi aðstæður er að ýmsu að huga fyrir fyrirtæki og mikilvægt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að viðhalda rekstrarhæfi í gegnum þær áskoranir sem steðja að vegna COVID-19 heimsfaraldursins. 

 

Lesa meira

Áhrif COVID-19 á íslensk fyrirtæki

Þeim fjölgar sem telja að hagkerfi helstu ríkja taki ekki við sér fyrr en í byrjun árs 2021 eða síðar samkvæmt könnun Deloitte Economics. Þá er ljóst að áhrifin af COVID-19 eru misjöfn eftir atvinnugreinum. Meira um þetta í nýlegri samantekt Deloitte.

 

Lesa meira

Leiðbeiningar

Deloitte hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, launþega og atvinnurekendur í tengslum við úrræði stjórnvalda vegna COVID-19.

 

Lesa meira

Lausnir fyrir fjármáladeildir

Á álagstímum sem þessum en enn brýnna en áður að hafa aðgengi að traustum fjárhagsupplýsingum svo taka megi ákvarðanir með skömmum fyrirvara. Ráðlagt er að rýna í verkefni og verkferla fjármáladeilda og skoða hvar megi gera betur. Deloitte hefur tekið saman nokkra lykilpunkta sem þessar deildir ættu að hafa í huga.

 

Lesa meira

Saman í gegnum skaflinn

Björgvin Ingi Ólafsson og Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðsstjórar og meðeigendur hjá Deloitte, hafa tekið saman dæmi um efnahagsaðgerðir annarra landa vegna COVID-19 sem taka mætti til fyrirmyndar við frekari þróun aðgerðapakkans hér á landi.

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu þann 26. mars 2020.

 

Lesa meira

Árangursríkir stjórnendur á krefjandi tímum

Áhrifa COVID-19 á fyrirtækjarekstur er farið að gæta víða og óvissa í kortunum með framhaldið. Sagan getur hins vegar kennt okkur margt og ef við rýnum aðeins í baksýnisspegilinn er hægt að draga saman nokkur lykilatriði sem geta komið stjórnendum að gagni í dag. Deloitte hefur tekið saman í fimm flokka þá eiginleika sem einkenna árangursríka stjórnendur á krefjandi tímum.

 

Lesa meira

 

Það sem þarf að hafa í huga þegar unnið er heima

Fyrirtæki og stofnanir landsins hafa nú flest gripið til ýmissa ráðstafana til þess að bregðast við útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Allir reyna að gæta að öryggi starfsmanna sinna og er ljóst að margir, sem eiga þess kost, kjósa nú að vinna að hluta til eða öllu leyti að heiman. Þegar unnið er að heiman er mikilvægt að grípa til ráðstafana til þess að auka netöryggi, sem og að unnið sé með persónuupplýsingar á öruggan máta. Deloitte hefur tekið saman nokkur atriði sem ber að hafa í huga.

 

Lesa meira

Nýtum tæknina og sýnum fyrirhyggju

Skilaboð til viðskiptavina frá Þorsteini Pétri Guðjónssyni, forstjóra Deloitte á Íslandi, vegna skimunar ÍE í Turninum Kópavogi.

 

Lesa meira

Fyrirtæki þurfa að bregðast við veiruvá

Mikilvægt er að fyrirtæki takist skipulega á við rekstraráskoranir sem fylgja áhrifum kórónaveirunnar COVID-19 til þess að lágmarka neikvæð rekstraráhrif hennar. Deloitte hefur tekið saman 5 lykilaðgerðir sem fyrirtæki ættu að huga að.

 

Lesa meira

Did you find this useful?